Guðrún Bergmann (1950-)

Guðrún Bergmann

Ferðamálafræðingurinn Guðrún G. Bergmann (f. 1950) sem margir þekkja í tengslum við hótelrekstur á Hellnum og umhverfisvæna ferðaþjónustu, hefur einnig komið að ýmsum þáttum sem tengist heilsueflingu og ræktun líkamans af ýmsu tagi, s.s. sjálfræktun, hugleiðslu og fleira, og hefur í því samhengi ritað bækur og þýtt um efnið, haldið námskeið og rekið verslunina Betra líf.

Í tengslum við þessi hugðarefni sendi Guðrún frá sér fjórar kassettur árið 1994, sem innihéldu hugleiðslu- og slökunaræfingar við undirleik tónlistar. Fleiri slíkar útgáfur gætu hafa komið út á hennar vegum.

Efni á plötum