Gunnar Antonsson (1952-)

Gunnar Antonsson

Lítið liggur fyrir um tónlistarmanninn Gunna Antons eða Gunnar Antonsson eins og hann heitir réttu nafni.

Gunnar er fæddur 1952 og var eitthvað viðloðandi tónlist á yngri árum, var þá í hljómsveit/um með Hauki Nikulássyni en á fullorðins árum starfræktu þeir félagar dúettinn Hættir, sem skemmti víða með söng og gítarleik.

Árið 2001 sendi Gunnar frá sér sólóplötuna Ferðalög með frumsömdum lögum og textum, og var Haukur honum þar til halds og trausts, sá þar um upptökur og hljóðfæraleik að einhverju efni. Útgáfutónleikar fyrir plötuna munu hafa farið fram í verslun Arctic trucks, sem bendir til að Gunnar sé tengdur jeppabransanum.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um Gunna Antons og tónlistarferil hans.

Efni á plötum