Guðjón Guðmundsson [2] (1958-)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um Guðjón Guðmundsson (f. 1958) en hann kemur við sögu á tveimur safnplötum, Lagasafninu 4 (1993) og Lagasafninu 6 (1997)  sem laga- og textahöfundur auk þess sem hann syngur lög sín (eitt þeirra ásamt söngkonunni Regínu Ósk Óskarsdóttur).

Glatkistan óskar því hér með eftir frekari upplýsingum um Guðjón og feril hans.