Guðirnir (1982)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem hét Guðirnir en hún var starfandi sumarið 1982 og var skipuð fjórum piltum um tólf ára aldur.

Tveir meðlimir sveitarinnar sendu póst til Vikunnar þar sem þeir spurðust fyrir um hvernig þeir gætu komist í samband við plötuútgefanda.