Grunaðir um tónlist (1991-95)

Grunaðir um tónlist

Keflvíska hljómsveitin Grunaðir um tónlist starfaði um árabil á tíunda áratug síðustu aldar og var um tíma nokkuð virk í spilamennskunni, bæði á heimaslóðum í Keflavík og á höfuðborgarsvæðinu.

Meðlimir sveitarinnar sem var líklega stofnuð haustið 1991, voru þeir Svanur Leó Reynisson gítarleikari og söngvari, Sveinn Björgvinsson (Svenni Björgvins) gítarleikari og söngvari einnig, Júlíus Jónasson bassaleikari og Júlíus Gunnlaugsson trommuleikari. Þegar árið 1993 var sveitin að spila lög af væntanlegri plötu á tónleikum sínum en bið varð á að sú plata kæmi út. Kjartan Baldursson hafði tekið við bassanum af Júlíusi Jónassyni árið 1994 en staldraði ekki lengi við, og auglýsti sveitin fljótlega eftir bassaleikara. Ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra mannabreytingar í sveitinni en líklega komu fleiri við sögu hennar.

Haustið 1994 átti hljómsveitin lag á safnplötunni Innrás: kornflex og Kanaúlpur, sem Geimsteinn gaf út og hafði að geyma þverskurð af tónlistarlífinu í Keflavík, ekkert bólaði þó á plötunni sem hafði verið væntanleg og sveitin lagði að líkindum upp laupana um það leyti eða fljótlega á árinu 1995.

Löngu síðar, árið 2000 kom hins vegar út plata með sveitinni sem bar titilinn G.u.t. (Grunaðir um tónlist), svo virðist sem þar sé um að ræða plötuna sem hafði átt að koma út nokkrum árum áður meðan sveitin var starfandi.

Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.

Efni á plötum