Barnakór Grindavíkur [1] (1977-81)

Barnakór Grindavíkur

Barnakór Grindavíkur var öflugur kór sem fór víða þann tíma sem hann starfaði.

Það var Eyjólfur Ólafsson þáverandi skólastjóri Tónlistarskóla Grindavíkur sem stjórnaði kórnum en hann starfaði á árunum 1977 til 81.

Kórinn afrekaði það tvívegis að fara erlendis í söngferðalög, fyrst til Færeyja 1978 og svo ári síðar um Norðurlöndin. Einnig hélt kórinn tónleika víða um Ísland.

Barnakór Grindavíkur kom saman eftir langt hlé á menningaviku sem haldin var í Grindavík árið 2016 en þá komu fyrrverandi kórfélagar aftur saman og tóku lagið.