Barnakór Grindavíkur [1] (1977-81)

Barnakór Grindavíkur var öflugur kór sem fór víða þann tíma sem hann starfaði. Það var Eyjólfur Ólafsson þáverandi skólastjóri Tónlistarskóla Grindavíkur sem stjórnaði kórnum en hann starfaði á árunum 1977 til 81. Kórinn afrekaði það tvívegis að fara erlendis í söngferðalög, fyrst til Færeyja 1978 og svo ári síðar um Norðurlöndin. Einnig hélt kórinn tónleika…

Barnakór Grindavíkur [2] (1988)

Eitthvert barnakórastarf var í Grindavík eftir nokkurt hlé árið 1988, engar upplýsingar er þó að finna um hversu lengi sá kór starfaði eða hver stjórnaði honum og er hér með óskað eftir upplýsingum um hann.