Barnakór Árbæjarkirkju [1] (1992-2004)

Barnakór var starfandi við Árbæjarkirkju á árunum 1992 til 2004 að minnsta kosti, um tíma var um tveggja kóra starf að ræða – yngri og eldri deild.

Áslaug Bergsteinsdóttir var fyrsti stjórnandi kórsins en Guðlaugur Viktorsson og Sigrún Steingrímsdóttir stjórnuðu honum lengst af eða allt til ársins 1996, þá tók Margrét Dannheim við.

Árið 1995 kom Barnakór Árbæjarkirkju við sögu á safnplötunni Ég get sungið af gleði: barnasálmar og söngvar sungnir af 16 barnakórum við kirkjur og skóla, en hann söng þar fimm lög undir stjórn Sigrúnar.

Kórinn virðist hafa starfað undir nafninu Sólskinskórinn síðustu tvö árin en Krisztina K. Szklená var þá stjórnandi hans.