Skólakór Víðistaðaskóla (1987-2006)

Skólakór hefur stundum verið starfandi við Víðistaðaskóla í Hafnarfirði en þó ekki verið starfræktur samfellt, upplýsingar um hann eru af skornum skammti.

Elstu heimildir um starfandi kór í Víðistaðaskóla eru frá haustinu 1987, þá 1991 og 1994 en eftir það virðist vera kórastarf við skólann nokkuð samfleytt á árunum 1997 til 2001, árið 1999 að minnsta kosti undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur. Engar upplýsingar er að finna um aðra kórstjórnendur Skólakórs Víðistaðaskóla.

Á árunum 2005 til 2007 virðist vera starfandi kór við skólann en ekki eftir það, þó ber þess að geta að nemendur af yngsta stiginu hafa verið að syngja eitthvað saman á allra síðustu árum en ekkert bendir til að um eiginlegan barnakór sé þar að ræða.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um skólakóra við Víðistaðaskóla.