Barnakór Hlíðaskóla [1] (1958-76)

Barnakór Hlíðaskóla

Ekki liggur alveg á hreinu hvenær Barnakór Hlíðaskóla starfaði nákvæmlega en það var að öllum líkindum á árunum 1958 til 76.

Þar var söngkennarinn Guðrún Þorsteinsdóttir sem stýrði kórnum allan þann tíma sem hann starfaði en kórinn naut nokkurra vinsælda og var t.a.m. fenginn til að syngja í Ríkisútvarpinu í nokkur skipti, og eflaust einnig í sjónvarpinu eftir að það tók til starfa.

Haustið 1964 kom út níu laga lítil plata sem hafði að geyma jólalög en platan bar titilinn Jólaplata Hlíðaskóla og var gefin út af Íslenzkum tónum.

Guðrún stjórnaði kórnum að minnsta kosti til 1976, eftir það tók Jón Kristinn Cortes við stjórninni og hét kórinn eftir það Stúlknakór Hlíðaskóla en var hann þá eingöngu skipaður stúlkum.

Efni á plötum