Tunglskinstríóið (1978)

Tunglskinstríóið var hljómsveit starfandi í Hagaskóla árið 1978. Meðlimir hennar voru þau Bragi Ólafsson og Friðrik Erlingsson sem síðar voru í Purrki pillnikk og fleiri sveitum, og Jóhanna Steinunn Hjálmtýsdóttir (Hanna Steina), síðar í Orgil o.fl. Engar upplýsingar er að hafa um hljóðfæraskipan tríósins en hér er þó giskað á að Hanna Steina hafi sungið.

Þrátt fyrir ungan aldur munu þremenningarnir hafa haft stjórnmálaskoðanir og komu m.a. fram á fundi sem Baráttuhreyfing gegn heimsvaldastefnu gekkst fyrir vegna ástandsins í Chile, þar fluttu þau m.a. lag sem samið var sérstaklega fyrir fundinn.