Tussull (1991-92)

Tussull

Rokksveitin Tussull starfaði í um eitt ár á höfuðborgarsvæðinu og sendi á þeim starfstíma frá sér eina snældu.

Nafn sveitarinnar, sem líklega var stofnuð í Verzló, poppar fyrst upp í fjölmiðlum haustið 1991 en engar upplýsingar finnast þó um hvenær hún var stofnuð nákvæmlega. Meðlimir hennar voru í upphafi Stefán Már Magnússon [gítarleikari?], Arnar Knútsson trommuleikari (síðar kvikmyndagerðarmaður), Stephen Stephensen bassaleikari og Jóhann Ófeigsson gítarleikari. Fljótlega virðist sem Guðfinnur Karlsson (Finni, síðar kenndur við Dr. Spock, Quicksand Jesus o.fl.) söngvari hafi bæst í hópinn og um svipað leyti tók Hörður Gunnarsson við af Stefáni.

Um haustið 1992 voru meðlimir Tussuls Guðfinnur, Arnar og Stefán, og í hinna stað voru þeir Jóhann Ólafsson gítarleikari og Andri Sveinsson söngvari og rappari mættir. Einnig gæti trommuleikarinn Páll Úlfar Júlíusson hafa verið í sveitinni í skamman tíma

Í fyrstu var tónlist Tussuls sögð vera rokk með blúsívafi en í síðari heimildum er talað um leðurrokk með kögurívafi, hvað svo sem það þýðir nákvæmlega.

Tussull sendi frá sér snælduna Tussull lifir um það leyti sem sveitin var að hætta störfum, hún vakti litla athygli en er sjaldséð eins og flestar snældur.

Árið 2012 átti sveitin síðan lag í kvikmyndinni Svartur á leik.

Efni á plötum