Tryggvi Þór Herbertsson (1963-)

Tryggvi Þór Herbertsson

Tryggvi Þór Herbertsson doktor í hagfræði og þingmaður sjálfstæðisflokksins á árunum 2009-2013 á sér tónlistartengda fortíð sem er ekki öllum kunn.

Tryggvi (f. 1963) er fæddur og uppalinn á Norðfirði og þar steig hann fyrstu spor sín í tónlistinni, m.a. í hljómsveitinnni SKLF (Samkór Lögreglufélagsins) þar sem hann söng. Sú sveit vakti nokkra athyglu utan Austfjarða og afrekaði jafnvel að fara í tónleikaferð til Færeyja.

Það var þó á árunum 1983 til 1986 sem Tryggvi var hvað mest áberandi í íslensku tónlistarlífi en þá rak hann og starfrækti Stúdíóið Mjöt ásamt nokkrum öðrum, og starfaði þá sem hljóð- og upptökumaður. Hann tók upp fjölmarar plötur þekktra tónlistarmanna og hljómsveita og má nefna þar nöfn eins og Greifana, Grafík, Bubba Morthens, Bjarna Tryggva, Magnús og Jóhann og Centaur. Þess má geta að lag Bjarna Tryggva, Með lögum, sem finna má á plötunni Mitt líf: bauðst eitthvað betra?, fjallar um Tryggva.

Eftir upptökuferilinn réðist Tryggvi til starfa hjá Stöð 2 sem þá var nýtekin til starfa en að því loknu hóf hann nám í iðnrekstrarfræði og síðan hagfræði og starfaði eingöngu við fag sitt upp frá því.