Afmælisbörn 16. apríl 2018

Björgvin Halldórsson

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar í dag:

Hafnfirðingurinn Björgvin (Helgi) Halldórsson söngvari, gítar- og munnhörpuleikari, eða bara Bo Hall er sextíu og sjö ára gamall. Hann hefur eins og allir vita gefið út ógrynni platna (á fjórða tug) og verið áberandi á jólalagatímabilinu en hann hefur aukinheldur sungið með hljómsveitum eins og Hljómum, Ðe lónlí blú bojs, Brimkló, Ævintýri, Hjartagosunum, Sléttuúlfunum, Bendix, Change, Flowers og HLH-flokknum auk þess að starfrækja eigin sveit. Björgvin var framan af áberandi í undankeppnum Eurovision keppninnar og fór reyndar sem fulltrúi Íslands til Írlands 1995 með lagið Núna / If it‘s gonna end in heartache. Hann hefur einnig komið að upptökustjórnun, kvikmynda- og leikhústónlist, lagasmíðum og hljóðsetningu svo fátt eitt að auki sé upp talið.