Blúsmenn Andreu í Bæjarbíói

Blúsmenn Andreu

Nú halda Blúsmenn í Hafnarfjörð og halda tónleika í hinu frábæra tónleikahúsi, Bæjarbíói við Strandgötu, föstudagskvöldið 20. apríl.

Hljómsveitin Blúsmenn Andreu, með söngkonuna Andreu Gylfadóttur í broddi fylkingar, hefur starfað frá árinu 1989. Sveitin er skipuð einvalaliði en auk Andreu skipa sveitina þeir Guðmundur Pétursson á gítar, Einar Rúnarsson á orgel, Jóhann Hjörleifsson á trommur og Haraldur Þorsteinsson á bassa.

Tvær hljómplötur hafa komið út með Blúsmönnum þar sem finna má þverskurð af þeirri tónlist sem hljómsveitin býður upp á, sambland blues, soul og djasstónlistar auk laga eftir Andreu sjálfa.Óhætt er að segja að Blúsmenn Andreu séu unnendum  blústónlistar vel kunn og eru tónleikar sveitarinnar gjarnan vel sóttir.

Miða má nálgast á midi.is https://midi.is/tonleikar/1/10265/Blusmenn_Andreu