Tvöfalda beat-ið (1990-91)

Tvöfalda beat-ið (bítið) var skammlíf sveit sem lék soul og funk tónlist veturinn 1990 til 91.

Það voru þeir Ólafur Hólm Einarsson trommuleikari, Stefán Hjörleifsson gítarleikari, Eiður Arnarsson bassaleikari, Stefán Hilmarsson söngvari og Jón Ólafsson orgelleikari sem skipuðu sveitina en þeir tveir síðast töldu höfðu einmitt verið meðal stofnmeðlima Sálarinnar hans Jóns míns fáeinum árum áður og sagði Stefán í blaðaviðtali að Tvöfalda beat-inu væri ætlað það hlutverk sem Sálin hefði átt að leika en hún hafði þróast á annan veg.

Tvöfalda beat-ið var einmitt sett á laggirnar á meðan Sálin var í stuttu fríi en var sett á ís um leið og því fríi lauk.