Afmælisbörn 21. apríl 2018

Stephan Stephensen

Eitt tónlistartengt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar á þessum degi:

Það er dans- og raftónlistarmaðurinn Stephan Stephensen, sem einnig gegnir nafninu President Bongo og hefur gefið út plötu undir því nafni, og er hann fjörutíu og sjö ára gamall í dag. Stephan er kunnastur fyrir veru sína í Gus Gus en hefur einnig starfað í Gluteus Maximus auk þess að hafa verið bassaleikari í hljómsveitinni Tussuli fyrir margt löngu og reyndar komið mjög víða við í tónlistarsköpun sinni. Stephan hefur ennfremur starfrækt útgáfufyrirtækið Radio Bongo.