Geð [2] (1988-2001)

Geð var samstarfsverkefni þeirra Orra Harðarsonar og Birgis Baldurssonar en heimildir um það verkefni eru af afar skornum skammti.

Þeir Orri og Birgir munu hafa byrjað að vinna saman undir þessu nafni þegar þeir unnu við sólóplötu Önnu Halldórsdóttur sem kom út 1998. Tveimur árum síðar áttu þeir félagar lag sem kom út á plötu með tónlistinni úr kvikmyndinni Íslenski draumurinn og um það leyti unnu þeir að plötu sem þá hafði fengið titilinn Niður aldanna og átti að koma út 2001.

Frekari upplýsinga er óskað um dúettinn Geð.