Blúsboltarnir á Akranesi

Blúsboltarnir

Hljómsveitin Blúsboltarnir kveðja árið á Gamla kaupfélaginu á Akranesi í kvöld, 30. desember klukkan 22:00. Húsið opnar klukkan 21:00 og er miðaverðið kr. 3000, ekki er tekið við kortum.

Blúsboltana skipa þeir Halldór Bragason söngvari og gítarleikari, Eðvarð Lárusson gítarleikari, Tryggvi J. Hübner gítarleikari, Birgir Baldursson trommuleikari, Sigurþór Þorgilsson bassaleikari og Gunnar Ringsted söngvari og gítarleikari.

Nú eru síðustu forvöð fyrir Skagamenn og nærsveitunga til að hlusta á lifandi blústónlist áður en nýtt ár gengur í garð.