Afmælisbörn 4. júlí 2016

Eiríkur Hauksson og Artch í Kaplakrika (2)

Eiríkur Hauksson

Glatkistan hefur fjögur afmælisbörn á skrá sinni á þessum degi:

Fyrstan skal nefna rokkarann og Eurovision-farann Eirík Hauksson en hann er fimmtíu og sjö ára gamall. Eiríkur hefur hin síðustu ár starfað í Noregi og verið þar í hljómsveitum s.s. Artch en hér heima gerði hann garðinn frægan með ýmsum hljómsveitum, Start, Drýsill, Wanted, Þeyr, DP tribute, Amon Ra, Basil fursti, Octopus og Deild 1 eru meðal þeirra en einnig hefur Eiríkur gefið út sólóplötu. Eiríkur hefur þá sérstöðu hérlendis að hafa farið þrívegis í lokakeppni Eurovision, tvisvar fyrir Ísland og einu sinni fyrir Noreg.

Orri Páll Dýrason trommuleikari á einnig afmæli á þessum degi en hann er þrjátíu og níu ára gamall. Orri Páll hefur trommað með ýmsum sveitum svosem Nova, Ske og Wool en þekktust hljómsveita sem hann hefur starfað með er án efa Sigur rós sem allir þekkja. Hann hefur einnig starfað með föður sínum, Dýra Guðmundssyni og systur, Vilborgu Ásu Dýradóttur í hljómsveitinni Dýri Gendos Social Club.

Kristján B. Heiðarsson tónlistarmaður er þrjátíu og átta ára gamall í dag. Kristján hefur gefið út sólóplötu í þjóðlegastíl en er þekktari sem trommuleikari hljómsveita, flestra í þyngri kantinum. Þeirra á meðal má nefna Changer, Shiva, Dark harvest, Nykur, Obscured signal, Potentiam og Kontinuum.

Að lokum skal nefna rímnaskáldið og allsherjargoðann Sveinbjörn Beinteinsson (1924-93) en hann muna margir úr upphafsatriði kvikmyndarinnar Rokk í Reykjavík. Þar kvað hann rímur en einnig er flutning hans á eddukvæðum og öðru tengdu efni að finna á þremur plötum sem komu út með honum, auk nokkurra safnplatna.