Gillon gefur út plötu

GillonTónlistarmaðurinn Gísli Þór Ólafsson frá Sauðárkróki eða Gillon eins og hann kallar sig, gaf nýlega út sína fjórðu sólóplötu, hún ber heitið Gillon og var hljóðrituð í Stúdíó Benmen undir stjórn Sigfús Arnar Benediktssonar félaga hans úr hljómsveitinni Contalgen funeral.

Platan hefur að geyma átta lög eftir Gísla Þór en hann á einnig sex ljóðanna, hin tvö eru fengin úr bók Ingunnar Snædal, Komin til að vera, nóttin (2009).

Gísli Þór hefur sem fyrr segir sent frá sér þrjár plötur en einnig fimm ljóðabækur síðan 2006, plötur hans hafa allar til þessa innihaldið ljóð eftir Geirlaug Magnússon og var ein þeirra, Bláar raddir (2013) einmitt tileinkaður skáldinu, aðrar plötur hans eru Næturgárun (2012) og Ýlfur (2014). Nýja platan er því fyrsta plata Gillons sem ekki hefur að geyma ljóð Geirlaugs.

Hér má heyra tvö laganna á nýju plötunni:
Sumar
My special mine