Ný plata frá Gillon

Gillon – Bláturnablús

Tónlistarmaðurinn Gillon (Gísli Þór Ólafsson) sendir frá sér um þessar mundir sína fimmtu sólóplötu og þá fyrstu í sex ár, hún ber heitið Bláturnablús.

Platan inniheldur níu frumsamin lög og var hún hljóðrituð með hléum frá miðju ári 2020 og fram undir árslok 2021 í Stúdíó Benmen. Gísli syngur sjálfur öll plötunnar og leikur þar á kassagítar og bassa en upptökustjóri var Sigfús Arnar Benediktsson sem hefur unnið allar fyrri plötur Gísla með honum. Sigfús leikur á rafmagnsgítar, trommur, píanó, Hammond orgel, bassa og hljóðgervla en einnig syngja þau Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, Emelíana Lillý Guðbrandsdóttir og Eysteinn Ívar Guðbrandsson bakraddir á plötunni. Plötu umslagið teiknaði Óli Þór Ólafsson.

Bláturnablús er nú þegar komin á Spotify og er svo væntanleg á vínylplötuformi í apríl nk. Hér er einnig að finna Youtube hlekk á lagið Lukkuklukkur.

Gísli Þór Ólafsson hefur gefið út sjö frumsamdar ljóðabækur á tímabilinu 2006-2019 og fimm breiðskífur á tímabilinu 2012-2022. Hann er einnig meðlimur í bandinu Contalgen Funeral, en það band var virkt á árunum 2011-2018 og hefur gefið út tvær breiðskífur.