Pondus [1] (1984)

engin mynd tiltækPondus mun hafa verið eins konar danshljómsveit, að minnsta kosti voru í henni fólk sem lék víða í slíkum hljómsveitum á árum áður. Meðlimir sveitarinnar voru Haraldur Þorsteinsson bassaleikari, Sigurður Dagbjartsson söngvari og gítarleikari [?], Már Elíson trommuleikari og hjónin Björn Þórarinsson hljómborðsleikari [?] og Sigríður Birna Guðjónsdóttir söngkona.

Engar heimildir finnast um líftíma hljómsveitarinnar Pondusar en sveitin starfaði a.m.k. 1984.