Pardus [1] (1980-84)

Pardus

Pardus

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um sunnlensku hljómsveitina Pardus en hún starfaði a.m.k. á árunum 1980-84, jafnvel lengur.

Pardus gæti hafa verið eins konar útibú eða hliðarverkefni hljómsveitarinnar Kaktus sem starfaði á sama tíma. Sveitina skipuðu fimm manns en ekki liggur fyrir að öllu leyti hverjir þar voru á ferð, Björn Þórarinsson var eins konar hljómsveitarstjóri í henni, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari var á meðal meðlima sem og Sigríður Birna Guðjónsdóttir söngkona og Kristján [?] hljómborðsleikari. Einnig er hugsanlegt Ólafur Þórarinsson (Labbi) bróðir Björns hafi verið í sveitinni.

Sveitin lék mikið í Klúbbnum en einnig eitthvað úti á landi á sveitaböllum, hún kom ennfremur við sögu á líklega einni frægustu útihátíð Íslandssögunnar sem halda átti í Viðey en var slaufað þegar fáeinir höfðu borgað sig inn.

Pardus lék fram á haustið 1984 í það minnsta.