GG blús sendir frá sér plötu

Dúettinn GG blús er um þessar mundir að senda frá sér sína fyrstu plötu en hún ber heitið Punch.

GG blús er ekki skipuð neinum nýgræðingum á tónlistarsviðinu því þeir hafa margar fjöruna sopið eins og segir í fréttatilkynningu frá þeim. Þetta eru nafnarnir Guðmundur Jónsson gítarleikari, oftast kenndur við Sálina hans Jóns míns en einnig sveitir eins og Nykur, Kikk o.fl., og Guðmundur Gunnlaugsson trommuleikari sem margir muna úr sveitum eins og Centaur, Sixties, X-izt og Jötunuxunum. Þeir tvímenningar hafa undanfarin misseri spilað sígrænar ábreiður hér og hvar um borg og bý og komið m.a. fram á Blúshátíð í Reykjavík við góðan orðstír.

Þeir félagar hafa verið undir ratar í rólegheitum síðustu mánuði að vinna að sinni fyrstu plötu. Blágrýtt bílskúrsrokk má kannski nota til lýsa tónlistinni á Punch en hún inniheldur sjö frumsamin lög og þrjár ábreiður þar sem frasaskotin gítarvinna tekst á við óhaminn trommusláttinn og grípandi sönglínur fljóta yfir með tregafullum enskum textum, ásamt hljóðbrotum og þankagangi úr ýmsum áttum.

Reynt er að virkja andann í sjálfskipuðum hömlum naumhyggjunar, og þeim spilastíl sem þeir hafa verið að þróa með sér við ábreiðuflutningin undanfarin misseri – Trúir blúshefðinni en samt móttækilegir nútímanum.
Skartar hún líka þremur góðum gestum, þeim Sigurði Sigurssyni á munnhörpu, Jens Hanssyni á saxófónn og pönk-blús-goðsögninni Mike Pollock, er syngur og semur einn ópus með þeim félögum“.