Geimfararnir (1998-2018)

Geimfararnir

Ballsveitin Geimfararnir starfaði í tvo áratugi frá tímabilinu 1998 til 2018 en þá hætti hún formlega.

Sveitin sem var starfrækt í Grindavík kom fyrst fram haustið 1998, hún spilaði mikið á dansleikjum á heimaslóðum í Grindavík en birtist einnig stöku sinnum á höfuðborgarsvæðinu, s.s. á Gauki á Stöng og víðar.

Meðlimir hennar voru Almar Þór Sveinsson bassaleikari, Tómas Gunnarsson gítarleikari, Dagbjartur Willardsson söngvari, Sigurbjörn Daði Dagbjartsson (Stóri Björn) gítarleikari og söngvari, Jóhann Vignir Gunnarsson hljómborðsleikari og Guðmundur Jónsson trommuleikari. Ólafur Már Guðmundsson og Ingólfur Sigurðsson voru einnig um tíma trommuleikarar sveitarinnar og hugsanlega komu fleiri við sögu hennar. Fjölmargir þekktir gestasöngvarar hafa jafnframt sungið með Geimförunum, Íris Kristinsdóttir, Jóhanna Guðrún, Erla Ragnarsdóttir og Páll Óskar eru meðal þeirra.

Geimfararnir héldu tuttugu ára afmælisdansleik árið 2018 og hætti að honum loknum.