Stóri Björn (2002-03)

Hljómsveitin Stóri Björn frá Grindavík spilaði töluvert á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins og víðar reyndar, á árunum 2002 og 2003.

Sveitin átti jafnframt lag (Hátíð ljóss og friðar) á jólaplötunni Komdu um jólin sem kom út fyrir jólin 2002 og naut það nokkurra vinsælda, óljóst er þó hvort lagið var þar í nafni hljómsveitarinnar eða Sigurbjörns Daða Dagbjartssonar (Stóra Björns) söngvara [og gítarleikara?] sveitarinnar.

Flytjendur lagsins á plötunni voru áðurnefndur Sigurbjörn, Geirmundur Hauksson trommuleikari, Ingólfur Magnússon bassaleikari og Lárus Magnússon gítarleikari og voru þeir þá líklega meðlimir sveitarinnar en auk þeirra komu þeir Jón Ólafsson hljómborðsleikari og Guðni Bragason trompetleikari við sögu, þá væntanlega sem aukamenn.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, þ.e. hvort framangreindar upplýsingar séu réttar.