Just now (1985)

Hljómsveitin Just now (einnig nefnd Nú þegar) starfaði í Kópavogi um miðjan níunda áratug liðinnar aldar. Just now gekk síðar undir ýmsum nöfnum og með mismunandi mannaskipan en hér eru aðeins þekktir Sváfnir Sigurðarson og Gunnar Ólason. Upplýsingar varðandi aðra meðlimi væru vel þegnar.

Jurkarnir (1981)

Jurkarnir voru skammlíf nýbylgjusveit starfandi vorið 1981. Sveitin kom nokkrum sinnum fram í þeirri nýbylgjusenu sem þá átti sér stað en lognaðist svo útaf. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar sveitar.

Junior kvintett (1957-60)

Junior (Júníor) kvintett starfaði um þriggja ára skeið fyrir og um 1960. Junior (sem ýmist var kvintett eða kvartett) var stofnuð sumarið 1957 en þá var hún skipuð fimm meðlimum, það voru Þorkell S. Árnason gítarleikari, Jón Óttar Ragnarsson píanóleikari (síðar sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, Herbalife-kóngur o.fl.), Fritz Hendrik Berndsen gítarleikari (Binni í Blómabúð Binna) og…

Juel Juel Juel (um 1985)

Hljómsveitin Juel juel juel var unglingasveit úr Hafnarfirði og starfaði á níunda áratug síðustu aldar. Allar upplýsingar varðandi þessa sveit vantar en væru vel þegnar.

JU87 (1985-87)

Hljómsveitin JU87 (e.t.v. JU 87) starfaði á árunum 1985-87 og innihélt m.a. bassaleikarann Hall Guðmundsson (Brúðkaup Fígarós, Varsjárbandalagið o.fl.). Engar aðrar upplýsingar finnast um þessa sveit en þær væru vel þegnar.

Afmælisbörn 27. mars 2016

Afmælisbörn Glatkistunnar í dag eru þrjú talsins: Jón Hrólfsson harmonikkuleikari á stórafmæli en hann er sjötugur í dag. Jón sem upphaflega kemur af Melrakkasléttunni, lék áður með ýmsum harmonikkusveitum en hefur einnig margsinnis komið einn fram með nikkuna í gegnum tíðina. Hann gaf á sínum tíma út sólóplötuna Gleðihopp en gaf einnig út aðra plötu…