Vor með blústónleika á Rosenberg

Hljómsveitin Vor verður með blústónleika á Café Rosenberg Klapparstíg 27, fimmtudagskvöldið 17. mars næstkomandi klukkan 21:00. Meðlimir Vors eru Ævar Kvaran bassaleikari, Óskar Óskarsson gítarleikari, Hafsteinn Björgvinsson gítarleikari, Helgi Helgason saxófónleikari, Kristmundur Jónasson trommuleikari og Bergþóra Sigurðardóttir söngkona. Borðapantanir í síma 551 2442.

Jón Hrólfsson – Efni á plötum

Jón Hrólfsson – Gleðihopp Útgefandi: Tónaútgáfan Útgáfunúmer: T 22 Ár: 1981 1. Gleðihopp (marsúrki) 2. Á torginu (skottís) 3. Tangavalsinn 4. Hinrik hamingjusami (polki) 5. Létt spor (vals) 6. Miðsumarræll 7. Sjómannaskottís 8. Sól á firðinum (vals) 9. Á hvalveiðum (vínarkrus) 10. Kaupmannahafnarpolki 11. Pollý (marsúrki) 12. Við skulum dansa (ræll) Flytjendur: Jón Hrólfsson –…

Jón Hrólfsson (1946-2017)

Harmonikkuleikarinn góðkunni Jón Hrólfsson telst meðal fremstu harmonikkuleikara landsins enda fæddur og uppalinn í mekka hljóðfærisins á Melrakkasléttunni. Jón er fæddur (1946) og uppalinn í Sveinungsvík í Þistilfirði rétt sunnan Raufarhafnar en frá þeim slóðum hafa margir kunnir harmonikkuleikarar komið s.s. Ormarslónsbræður og Karl Jónatansson. Jón mun hafa fengið áhugann á harmonikkuleik þegar hann heyrði…

Jón Helgason – Efni á plötum

Sigurður Nordal og Jón Helgason – Sigurður Nordal og Jón Helgason lesa úr verkum sínum Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Parlophone-Odeon CPMA 10 Ár: 1964 1. Sigurður Nordal – Ferðin sem aldrei var farin 2. Jón Helgason – Áfangar – Í vorþeynum – Ég kom þar – Á afmæli kattarins – Lestin brunar – Á fjöllum –…

Jón Helgason (1899-1986)

Jón Helgason fræðimaður og ljóðskáld kemur við sögu íslenskrar plötuútgáfu með þeim hætti að hann las úr verkum sínum inn á tvær plötur. Jón fæddist í uppsveitum Borgarfjarðar 1899 og eftir stúdentspróf lá leið hans til Kaupmannahafnar þar sem hann nam norræn fræði, lauk þar mastersnámi og síðar doktorsnámi en varð prófessor við Kaupmannahafnarháskóla og…

Nafnleysingjarnir og Johnny (1964-66)

Á Akureyri starfaði á árunum 1964-66 bítlasveit sem hlaut nafnið Nafnleysingjarnir, venjulega var sveitin þó kölluð Nafnleysingjarnir og Johnny en sá Johnny var Jón Stefánsson söngvari. Nafnleysingjarnir var stofnuð 1964 og voru meðlimir sveitarinnar auk Johnnys, Árni Þorvaldsson, Vilhelm J. Steindórsson gítarleikari, Haraldur Tómasson [gítarleikari?], Reynir Adolfsson og Sigurður Ringsted Sigurðarson [trommuleikari?]. Þegar sveitin kom…

Jón Kurteiz (1999)

Þjóðlagatríóið Jón Kurteiz sem átti sér skírskotun í bækurnar um Sval og Val, starfaði sumarið 1999 í Kópavogi og kom fram opinberlega í nokkur skipti. Meðlimir Jóns Kurteiz voru Kjartan Ásgeirsson mandólínleikari og bræðurnir Arnar Halldórsson (Jón sló og Gunna rakaði, Kol o.fl.) og Daði Halldórssynir sem líklega léku á bassa og gítar, að öllum…

Afmælisbörn 15. mars 2015

Afmælisbarn dagsins er eitt að þessu sinni á Glatkistunni: Sigurður Halldór Guðmundsson (Siggi Hjálmur) hinn ótrúlega fjölhæfi tónlistarmaður er þrjátíu og átta ára gamall í dag en hann er í mörgum af þekktustu sveitum íslenskrar tónlistarsögu, þar má nefna hljómsveitir eins og Hjálma, Senuþjófana, Baggalút, Memfísmafíuna, Tregasveitina og Skuggasveina en hann hefur einnig sungið og leikið…