Vor með blústónleika á Rosenberg
Hljómsveitin Vor verður með blústónleika á Café Rosenberg Klapparstíg 27, fimmtudagskvöldið 17. mars næstkomandi klukkan 21:00. Meðlimir Vors eru Ævar Kvaran bassaleikari, Óskar Óskarsson gítarleikari, Hafsteinn Björgvinsson gítarleikari, Helgi Helgason saxófónleikari, Kristmundur Jónasson trommuleikari og Bergþóra Sigurðardóttir söngkona. Borðapantanir í síma 551 2442.