Jón Helgason (1899-1986)

Jón Helgason

Jón Helgason

Jón Helgason fræðimaður og ljóðskáld kemur við sögu íslenskrar plötuútgáfu með þeim hætti að hann las úr verkum sínum inn á tvær plötur.

Jón fæddist í uppsveitum Borgarfjarðar 1899 og eftir stúdentspróf lá leið hans til Kaupmannahafnar þar sem hann nam norræn fræði, lauk þar mastersnámi og síðar doktorsnámi en varð prófessor við Kaupmannahafnarháskóla og svo forstöðumaður Árnastofnunar þar í borg.

Jón var einnig ljóðskáld og ljóðaþýðandi, og eru nokkur ljóða hans meðal þekktustu ljóða í íslenskri bókmenntasögu, t.d. Áfangar og Í vorþeynum en þau bæði koma við sögu á plötunni Áfangar sem kom út 1999 á vegum Mál og menningar, þar les skáldið eigin ljóð og þýðingar. Það gerði hann líka á plötu sem hafði komið út á vegum Fálkans 1964 og bar heitið Sigurður Nordal og Jón Helgason lesa úr verkum sínum. Sú plata kom út oftar en einu sinni.

Jón lést 1986.

Efni á plötum