Glatkistan í febrúar

Nokkuð hefur bæst inn af efni í gagnagrunn Glatkistunnar í febrúar auk annars efnis en um þrjátíu hljómsveitir, tónlistarmenn og annað tónlistartengt efni kom inn í J-ið í mánuðinum. Meðal annarra má þar nefna misþekktar hljómsveitir eins og Johnny on the north pole, Jolli & Kóla, Jetz, Jelly systur og Jonee Jonee en einnig einstaklinga…

Afmælisbörn 2. mars 2016

Á þessum degi eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar. Fyrst skal nefna Jón Bjarna Pétursson gítarleikara hljómsveitarinnar Diktu en hann kemur m.a. við sögu í hinu þekkta lagi Thank you, sem ómaði um allt land 2009 og 10. Jón Bjarni er þrjátíu og fjögurra ára gamall í dag. Einnig á bassaleikari hljómsveitarinnar Hjaltalín, Guðmundur…