Jón Kurteiz (1999)

Jón Kurteiz

Jón Kurteiz

Þjóðlagatríóið Jón Kurteiz sem átti sér skírskotun í bækurnar um Sval og Val, starfaði sumarið 1999 í Kópavogi og kom fram opinberlega í nokkur skipti.

Meðlimir Jóns Kurteiz voru Kjartan Ásgeirsson mandólínleikari og bræðurnir Arnar Halldórsson (Jón sló og Gunna rakaði, Kol o.fl.) og Daði Halldórssynir sem líklega léku á bassa og gítar, að öllum líkindum sungu þeir félagarnir allir.

Sveitin vann eitthvað með frumsamið efni en megin uppistaðan hjá Jóni Kurteiz var írsk þjóðlagatónlist.