Afmælisbörn 11. mars 2016

Þuríður Pálsdóttir

Þuríður Pálsdóttir

Eitt afmælisbarn í tónlistargeiranum er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni

Þuríður Pálsdóttir óperusöngkona og ein þekktasta söngkona íslenskrar tónlistarsögu er áttatíu og níu ára gömul í dag. Þuríður er dóttir Páls Ísólfssonar, lærði söng hér heima og síðan á Ítalíu og þar reis hennar söngferill einna hæst þótt hún hefði alltaf sungið hér heima líka. Fjölmargar plötur komu út hér heima með söng hennar og var plata hennar, Jólasálmar t.a.m. fyrsta íslenska jólabreiðskífan. Frægt er líka samstarf hennar og Guðrúnar Á. Símonar og þekkja margir framlag þeirra, Kattadúettinn. Þuríður sinnti einkum söngkennslu á síðari árum, og var yfirkennari Söngskólans í Reykjavík frá stofnun hans. Hún söng ennfremur í Þjóðleikhúskórnum og stýrði kórum eins og Árnesingakórnum um tíma.