Afmælisbörn 17. febrúar 2016

Örn Ármannsson

Örn Ármannsson

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar:

Magnús Ólafsson skemmtikraftur og söngvari (Bjössi bolla) á stórafmæli í dag en hann er sjötugur. Tónlistarferill Magnúsar er mun stærri en fólk gerir sér almennt fyrir, hann ásamt Þorgeiri Ástvaldssyni söngvara, gáfu út tvær plötur undir nöfnum Hurðaskellis og Stúfs (og reyndar eina til sem þeir sjálfir) en einnig er söng hans að finna á plötum Sumargleðinnar, Áhafnarinnar á Halastjörnunni og Latabæjargengisins. Magnús gaf sjálfur út sólóplötuna Maggi með öllu árið 1988.

Örn Ármannsson gítar- og sellóleikari (1943-2006) hefði einnig átt afmæli á þessum degi. Hann lék með ýmsum hljómsveitum hér á árum áður og má þar nefna Fimm í fullu fjöri, Hljómsveit Svavars Gests, Tríó Jóns Páls Bjarnasonar, Hljómsveit Hauks Morthens, Musica Prima og Sumargleðina.