Spottarnir í Norræna húsinu

Spottarnir

Spottarnir

Hljómsveitin Spottarnir hefur nú starfað í áratug. Söngvar og vísur eftir sænska skáldið Cornelis Vreeswijk eru uppistaðan í prógrammi hljómsveitarinnar, en hún leitar líka fanga bæði hér heima sem og vestan hafs og austan.

Til að fagna tíu ára afmælinu efnir hljómsveitin til tónleika í Norræna húsinu föstudaginn 26. febrúar kl. 20:00.

Hljómsveitin er skipuð þeim Eggerti Jóhannssyni sem syngur og leikur á gítar, Einari Sigurðssyni  á bassa, Magnúsi R. Einarssyni sem syngur og leikur á gítar og Karli Pétri Smith sem sér um trommuleik.

Í hléi mun Hr. Silas Bäckström heiðursformaður Cornelis Vreeswijk Sällskapet i Svíþjóð segja nokkur orð og svara spurningum um Cornelis.

Miðverð er kr. 2500 og er hægt að kaupa miða í Norræna húsinu www.norraenahusid.is og við innganginn.