Spottarnir með tónleika á Rosenberg

Spottarnir

Spottarnir

Hljómsveitin Spottarnir er að vakna til lífsins á nýju ári og verður komin til nægilegrar rænu til að halda tónleika á Café Rosenberg þriðjudaginn 12. janúar.

Hljómsveitin er skipuð þeim Eggert Jóhannssyni sem syngur og leikur á gítar, Einari Sigurðssyni sem leikur á bassa, Magnúsi R. Einarssyni sem syngur og spilar á gítar og Karli Pétri Smith sem sér um trommuleik.

Söngvar og vísur eftir sænska skáldið Cornelis Vreeswijk eru sem fyrr uppistaðan í prógrammi hljómsveitarinnar, en hún leitar annars víða fanga bæði hér heima sem vestan hafs og austan og annars staðar.

Sérstakur gestur spottana að þessusinni verður Grace O´Friel

Tónleikarnir hefjast klukkan 21;00