Blúsfélag Reykjavíkur afhendir styrk til Frú Ragnheiðar

Blúsfélag Reykjavíkur - konukot

Kristen Mary Swenson, Svala Jóhannesdóttir verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar, Þorsteinn G. Gunnarsson og Halldór Bragason

Fimmtudagskvöldið 1. febrúar sl. stóð Blúsfélag Reykjavíkur fyrir viðburði á Rósenberg undir yfirskriftinni Samfélagslega ábyrgt blúskvöld en það var haldið til styrktar verkefnis Rauða krossins, Frú Ragnheiði – skaðaminnkun. Afrakstur blúskvöldsins var afhentur með viðhöfn í Konukoti fyrir skömmu.

Frú Ragnheiður – skaðaminnkun er verkefni sem byggir á skaðaminnkun og hefur þann tilgang að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu eins og heimilislausra einstaklinga og fólks með vímuefnavanda, og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu og almenna heilsuvernd án fordóma eða kvaða, í þeirra nærumhverfi. Frú Ragnheiður – skaðaminnkun hóf göngu sína árið 2009 og síðan þá hafa um 500 einstaklingar leitað til Rauða krossins og nýtt sér þjónustuna. Nánari upplýsingar má finna um starfið á vefsíðu Rauða krossins  http://www.raudikrossinn.is/page/rki_reykjavikurdeild_fruragnheidur