Karnival (1991-95)

Karnival1

Karnival

Hljómsveitin Karnival starfaði á fyrri hluta tíunda áratugar liðinnar aldar. Sveitin spilaði einkum á skemmtistöðum höfuðborgarsvæðisins, á árshátíðum og þess konar skemmtunum.

Meðlimir Karnivals voru í upphafi Eyjólfur Gunnlaugsson bassaleikari, Jökull Úlfsson trommuleikari, Jens Einarsson söngvari og gítarleikari, Guðný Snorradóttir söngkona og Skarphéðinn Hjartarson hljómborðsleikari og söngvari. Sigurður Dagbjartsson gítarleikari kom inn í stað Jens 1992 og síðar sama ár hafði Gunnar Karlsson bassaleikari tekið við af Eyjólfi.

Karnival starfaði til 1995 og virðist skipan meðlima hafa verið sú sama þar til sveitin hætti störfum.