Shady (2007)

engin mynd tiltækHljómsveitin Shady var starfrækt í kringum gerð kvikmyndarinnar Veðramót í leikstjórn Guðnýjar Halldórsdóttur árið 2007. Ragnhildur Gísladóttir, sem annaðist tónlistina í myndinni, stofnaði þessa sveit en auk hennar voru í henni Björgvin Gíslason gítarleikari, Jóhann Hjörleifsson trommuleikari, Davíð Þór Jónsson orgelleikari og Haraldur Þorsteinsson bassaleikari.

Auk þess sungu Bryndís Jakobsdóttir (dóttir Ragnhildar) og Hilmir Snær Guðnason með sveitinni, sem sérhæfði sig í hippatónlist enda gerist myndin á þeim tíma.

Nafn sveitarinnar er einnig skírskotun til þessa tíma því það vísar til Shady Owens söngkonu Trúbrots sem var ein helsta hippasveit Íslendinga. Hljómsveitin Shady kom aldrei fram opinberlega.