Safnplötur með efni tengdu tónlistarviðburðum (1982-)

FÍH 1932-82 - ýmsir1

Afmælisplata FÍH frá 1982

Af safnplötuflokkunum fjórum hlýtur þessi að vera lang minnstur, en undir hann falla plötur sem koma út í tengslum við tónlistarhátíðir eins og Iceland Airwaves, Músíktilraunir, Rokkstokk, Rímnaflæði, Landslagið, Ljósalagið og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, auk tónleikasafnplatna sem hafa að geyma „lifandi“ flutning, til að mynda frá tónleikum og þess háttar. Einnig mætti nefna upptökur frá kóramótum.

Fyrst allra slíkra platna er að öllum líkindum tvöföld afmælisplata sem gefin var út í tilefni af 50 ára afmæli Félags íslenskra hljómlistarmanna (1982). Á henni fluttu tónlistarmenn á ýmsum aldri tónlist á tónleikum tengdum afmælishátíðinni.

Ef hægt er að tala um safnplötuseríur í þessu samhengi má fyrst og fremst nefna þær plötur sem hin síðustu ár hafa komið út í tengslum við undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (Eurovision) en einnig hafa komið út plötur í tengslum við keppnir eins og Rokkstokk og Sæluvikulögin. Meðal „almennra“ tónleika mætti nefna seríuna Á ljóðatónleikum Gerðubergs I-IV og Eldhúspartý FM 957 (sem inniheldur enn sem komið er aðeins tvær plötur) en þá er fátt eitt talið.

Efni á plötum