SÍSL [félagsskapur] (1983 -)

engin mynd tiltækSÍSL er skammstöfun fyrir Samtök íslenskra skólalúðrasveita, þau samtök hafa verið starfrækt um árabil og er eins konar rammi utan um slíkar lúðrasveitir, hafa m.a. það hlutverk að halda utan um landsmót lúðrasveita og annast útgáfu á nótum fyrir slíkar sveitir. 1997 voru um fjörtíu starfandi skólalúðrasveitir í landinu og innan samtakanna.

Mót fyrir barna- og unglingalúðrasveitir hafa verið haldin síðan 1969 þótt samtökin hafi ekki verið stofnuð fyrr en haustið 1983, í seinni tíð hafa þau mót einnig gegnt hlutverki landsmóta.

Árið 1994 kom út snælda á vegum SÍSL sem hafði að geyma upptöku frá Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem úrvalssveit sambandsins lék undir stjórn Kjartans Óskarssonar.

SÍSL hefur síðan 1999 verið aðili að NOMU, Nordisk musik union, en það eru samnorræn samtök lúðrasveita.

Efni á plötum