Samkór Selfoss (1973-2007)

Samkór Selfoss

Samkór Selfoss var stofnaður haustið 1973 upp úr Kvennakór Selfoss.

Fyrstur stjórnenda var Jónas Ingimundarson en Jóhanna Guðmundsdóttir tók síðar við stjórninni af honum, þá Hallgrímur Helgason og síðan Björgvin Þ. Valdimarsson árið 1977. Undir hans stjórn gaf kórinn út plötuna Þú bærinn minn ungi.

Björgvin stjórnaði kórnum til ársins 1986 þegar Jón Kristinn Cortez tók við en hann var með kórinn í ellefu ár eða þar til Edit Molnar tók við 1997.

Undir stjórn Jóns Kristins gaf kórinn út tvær plötur sama árið (1995), annars vegar Haustvísur og hins vegar Frá ljósanna hásal, sem var jólaplata. Sú plata var tekin upp í Digraneskirkju um haustið 1995. Ennfremur kom lag með kórnum út á plötunni Sólnætur (1993), sem hafði að geyma tónlist Pálmars Þ. Eyjólfssonar.

Edit Molnar var við stjórnvölinn næstu sjö árin eða frá 1997 til 2004 þegar Keith Reed tók við, en hann stjórnaði kórnum þar til hann hætti starfsemi 2007 vegna þess hversu erfiðlega gekk að manna allar raddir hans. Árið 2003 hafði þá komið út platan Með vinarkveðju, með Samkór Selfoss.

Efni á plötum