Tónlistin: Tímarit Félags íslenzkra tónlistarmanna [fjölmiðill] (1941-47)

Félag íslenskra tónlistarmanna gaf um nokkurra ára skeið út tímaritið Tónlistina en það var eins konar fagrit tónlistarmanna hér á landi með fjölbreytilegu fræðsluefni. Félagið hafði verið stofnað 1940 og ári síðar, haustið 1941 leit fyrsta tölublaðið dagsins ljós. Það kom síðan út allt til vorsins 1947, alls um tuttugu sinnum. Ritstjóri Tónlistarinnar var Hallgrímur…

Þjóðleikhúskórinn (1953-95)

Þjóðleikhúskórinn var starfandi við Þjóðleikhúsið í áratugi og kom við sögu á hundruðum sýninga og tónleika meðan hann starfaði. Það mun hafa verið Guðlaugur Rósinkranz þáverandi Þjóðleikhússtjóri sem stakk upp á því að kórinn yrði stofnaður árið 1953 en Þjóðleikhúsið hafði verið sett á laggirnar þremur árum fyrr. Dr. Victor Urbancic hljómsveitarstjóri leikhússins stofnaði hins…

Ingunn Bjarnadóttir (1905-72)

Alþýðutónskáldið Ingunn Bjarnadóttir var uppgötvuð fyrir tilviljun en eftir hana liggur ógrynni sönglaga sem varðveist hafa fyrir tilstilli góðra manna. Ingunn fæddist í A-Skaftafellssýslu 1905, var elst fimmtán systkina og byrjaði snemma að semja tónlist, elsta varðveitta lagið hennar er síðan hún var fjórtán ára en hún hafði ekki tök á að raddsetja laglínur sínar…

Alþýðukórinn (1950-67)

Alþýðukórinn svokallaði var öflugur blandaður kór sem starfaði innan verkalýðshreyfingarinnar um árabil á tuttugu öldinni, má segja að hlutverk kórsins hafi verið svipað því sem Lúðrasveit verkalýðsins hefur haft innan hreyfingarinnar. Alþýðukórinn (í upphafi nefndur Söngfélag verkalýðssamtakanna, stundum jafnvel Söngfélag verkalýðsfélaganna) var stofnaður í ársbyrjun 1950 og var Sigursveinn D. Kristinsson fyrsti stjórnandi kórsins, hann gegndi…

Alþýðukórinn – Efni á plötum

Alþýðukórinn [ep] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: GEOK 246 Ár: 1962? 1. Nú er ég glaður 2. Í Babylon 3. Yfir fjöll, yfir sveitir 4. Ég að öllum háska hlæ 5. Þitt hjartans barn Flytjendur Alþýðukórinn – söngur undir stjórn dr. Hallgríms Helgasonar 

Samkór Selfoss (1973-2007)

Samkór Selfoss var stofnaður haustið 1973 upp úr Kvennakór Selfoss. Fyrstur stjórnenda var Jónas Ingimundarson en Jóhanna Guðmundsdóttir tók síðar við stjórninni af honum, þá Hallgrímur Helgason og síðan Björgvin Þ. Valdimarsson árið 1977. Undir hans stjórn gaf kórinn út plötuna Þú bærinn minn ungi. Björgvin stjórnaði kórnum til ársins 1986 þegar Jón Kristinn Cortez…