Safnaðarfundur eftir messu (2002-07)

engin mynd tiltækHljómsveitin Safnaðarfundur eftir messu var frá Keflavík og innihélt sveitin m.a. Gunnar Inga Guðmundsson á bassa, sem hafði einnig verið í Topaz. Hann samdi einmitt þjóðhátíðarlag Vestmannaeyinga 2003, sem Skítamórall flutti. Aðrir meðlimir sveitarinnar voru Gylfi Gunnar Bergmann Gylfason gítarleikari, Jón Marinó Sigurðsson söngvari og Þorvaldur Halldórsson trommuleikari.

Sveitin var stofnuð 2002 og vorið 2006 var hljómsveitin að vinna að eigin efni en hætti í árslok 2006. Hún kom þó aftur fram 2007, að einhverju leyti í breyttri mynd.

Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.