Selana (1976)

Selana

Selana

Hljómsveitin Selana var fremur skammlíf hljómsveit frá Selfossi sem spilaði á böllum 1976. Hún var stofnuð líklega um áramótin 1975-76 og lifði eitthvað fram á haustið þegar til hún lognaðist út af.

Meðlimir sveitarinnar voru Sigurður Ásgeirsson bassaleikari, Bragi Sverrisson trommuleikari, Bergsteinn Einarsson gítarleikari og Ómar Þ. Halldórsson söngvari og píanó- og orgelleikari, sveitin hafði verið stofnuð upp úr hljómsveitunum Raflosti og Orkídeu.