Sheriff (1975-76)

Sheriff

Sheriff

Sheriff var skammlíf sveit, starfandi veturinn 1975-76.

Meðlimir Sheriff voru bræðurnir og reynsluboltarnir Ari og Jón Pétur Jónssynir sem léku á trommur og bassa, og gítarleikararnir Kristján Bárður Blöndal og Clyde Autrey. Sveitin sem var stofnuð um haustið 1975 lék í byrjun eins konar rokk á sínum forsendum og leyfði frumsömdu efni að slæðast með, smám saman tók hin svokallaða brennivínstónlist völdin en svo kölluðu fjölmiðlar stuðtónlistina sem sveitaballabönd þess tíma spiluðu oftast, og þá var stutt í endalok hennar.

Ingvi Steinn Sigtryggsson söngvari og hljómborðsleikari lék í stuttan tíma með Sheriff, kom þá í stað Autreys en sá síðarnefndi kom aftur inn í bandið, og hætti hún fljótlega eftir það um vorið 1976.