Skarr [2] [félagsskapur] (1984-85)

engin mynd tiltækSkarr var áhugafélagsskapur fólks um rokktónlist, rokkklúbbur sem stóð fyrir alls konar uppákomum s.s. ferðum á rokktónlistarhátíðina í Donington, tónleikum og annarri starfsemi.

Klúbburinn var stofnaður snemma árs 1984, starfaði þá eitthvað fram á haustið þegar hann lognaðist útaf en var endurvakinn fljótlega eftir áramótin 1984-85. Þá var klúbbnum haldið eitthvað áfram fram á sumar en þá fjaraði undan honum en klúbburinn var alla tíð í húsnæðisvandræðum, upphaflega hafði hann aðsetur og aðstöðu á skemmtistaðnum Safarí, síðar í Traffic og enn síðar í Kópnum í Kópavogi þannig að Skarr var alltaf í hrakhólum með húsnæði.

Sigurður Sverrisson var formaður klúbbsins en eins konar sjálfstæðar útibúseiningar klúbbsins voru á Akureyri og á Sauðárkróki. Bara í Reykjavík voru meðlimir klúbbsins eitthvað á annað hundrað.