Hljómsveit sem bar nafnið Stuðventlar starfaði á árunum 1977 og 78 (mögulega lengur) og lék í nokkur skipti opinberlega, líklega mest sem upphitunarband á sveitaböllum.
Meðal Stuðventla sem voru 15-16 ára gamlir, voru þeir Bragi Ólafsson, Friðrik Erlingsson og Ólafur Árni Bjarnason en þeir Bragi og Friðrik áttu síðar eftir að koma við sögu í pönkbylgjunni fáeinum árum síðar og svo tengdum senum, s.s. með hljómsveitum eins og Purrki Pillnikk og Sykurmolunum svo dæmi séu nefnd – Ólafur Árni varð hins vegar óperusöngvari eftir rokksöngvaraferil. Óskað er eftir upplýsingum um aðra meðlimi sveitarinnar.