Sunnan sex [1] (2001)

Sunnan sex

Árið 2001 var starfrækt djasssveit, sextett sem gekk undir nafninu Sunnan sex (Sunnan 6). Sveitin kom að minnsta kosti tvívegis fram opinberlega en var að nokkru leyti skipuð mismunandi einstaklingum. Þegar hún lék í Vestmannaeyjum um vorið 2001 skipuðu sveitina þau Guðmundur R. Einarsson trommu-, básúnu- og flautuleikari, Árni Ísleifsson píanóleikari, Friðrik Theódórsson söngvari og básúnuleikari, Ólafur Stolzenwald kontrabassaleikari, Birkir Freyr Matthíasson trompetleikari og Ragnheiður Sigjónsdóttir söngkona en fáeinum mánuðum síðar þegar sveitin kom fram á Djasshátíð Austurlands á Egilsstöðum voru Einar Bragi Bragason saxófónleikari og Ragnar Eymundsson trommuleikari komnir inn í hana auk Friðriks, Árna og Ragnheiðar, og virðist sem aðeins fimm meðlimir hafi því skipað Sunnan sex samkvæmt heimildum. Það hlýtur þó að teljast ólíklegt að sveitin hafi verið án bassaleikara og er hér óskað eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.