Geispar geispar
(Lag / texti: Friðrik Sturluson / Guðmundur Ólafsson)
Eitt sinn þá var ég ungur sveinn
og eitt sinn ég hafði hár.
Eitt sinn þá var ég alveg beinn,
eitt sinn var hausinn ofsa klár.
Eitt sinn á öðrum fæti stóð
og einu sinni hlaupið gat.
Eitt sinn í öllum pollum óð,
eitt sinn á hjóli stoltur sat.
En ég sofnaði of seint
sama hvernig var reynt.
Mömmu hlýddi ekki hót,
svona hegðun er ljót.
Og nú er ég orðinn svona gamall og grár,
geri ekki annað
en að geispa og gapa hérna ár eftir ár,
sofa er harðbannað.
Eitt sinn til fjalla frískur fór,
eitt sinn ég flaug um grund,
eitt sinn ég söng í krakkakór,
eitt sinn ég synti bringusund.
Eitt sinn á skautum skemmti mér
og einu sinni á skíðum stóð.
En nú er ég þreyttur því er ver
og þrái að sofa.
Því nú er ég orðinn svona gamall…
[af plötunni Vökuland: ævintýri fyrir börn – ýmsir]